Háar smittölur á Suðurnesjum - 26 smit í gær
Kórónuveirufaraldurinn lætur finna fyrir sér á Suðurnesjum. Í gær voru tekin 260 sýni hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja við Iðavelli í Keflavík. Alls voru greind 26 smit í þessum sýnum. Það gerir 10% sýna reyndust jákvæð.
Um helgina, þ.e. föstudag, laugardag og sunnudagu voru 782 sýni tekin og 42 smit greindust.