Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 10. janúar 2002 kl. 14:37

Há tíðni ofbeldisverka á Suðurnesjum

Miðað við sambærileg embætti eru tiltölulega mörg ofbeldisverk framin á umráðasvæði lögreglunnar í Keflavík. Karl Hermannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir samt að mjög alvarleg mál eins og morð og stórbrunar hafi ekki mætt á embættinu síðasta ár. Mikið sé um minni glæpi sem tengjast skemmtunum fólks svo sem ölvun, slagsmál, innbrot og þjófnaðir.

Á síðasta ári var 1461 ökumaður kærður fyrir of hraðann akstur á Reykjanesbrautinni. Gæslan á „brautinni" var í höndum lögreglunnar í Keflavík, lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli auk Hafnafjarðarlögreglunnar. Undanfarin ár hafa orðið mörg og alvarleg slys á Reykjanesbrautinni og því var brugðið á það ráð að hafa hana nánast í „gjörgæslu" þessara lögregluembætta. Karl sagði málafjölda á milli ára ekki hafa aukist að ráði hjá lögregluembættinu í Keflavík, en benti á ánægjulega þróun sem væri sú, að fólk væri farið að nota öryggisbelti í bílum meira en áður. Lögreglan gerir reglulega kannannir á notkun bílbelta og í dreifbýli á Reykjanesinu nota 90% ökumanna og farþega í bílum belti en 72% í þéttbýli. Kærur vegna vannotkunnar á bílbeltum voru 274 á síðasta ári en 465 árið 1997, svo notkun bílbelta hefur greinilega aukist, vegna þess að á sama tíma hefur eftirlit með umferð einnig aukist.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024