H H smíði reisir nýtt Fiskmarkaðshús í Grindavík
Íslenski fáninn blakti á sperrum á húsi FMS í Grindavík í gær. Það er HH-smíði sem reisir þetta 800 fm hús sem notað verður að mestu sem kæligeymsla fyrir fisk og einnig sem geymsla fyrir kör. Húsnæðið tengist svo húsi FMS við Seljabót sem áður hafði verið standsett sem vigtunar- og uppboðsrými ásamt aðstöðu fyrir starfsmenn.
Af vef Grindavíkur, www.grindavik.is
Mynd/grindavik.is: þeir bræður Heiðar og Hlynur ásamt starfsmönnum við nýja húsið