Gýs vestan eða sunnan við Fagradalsfjall?
Líkur eru á að ef kvika nær upp verði það nálægt Fagradalsfjalli, jafnvel vestan eða sunnan við það, ólíkt því sem verið hefur. Þetta liggur fyrir af hálfu vísindaráðs Veðurstofunnar. Ari Trausti Guðmundsson jarðvísindamaður greinir frá þessu í færslu á Facebook nú í morgun.
Í færslu Ara Trausta segir að samkvæmt öllum ummerkjum gæti næsta kvikuinnskot og/eða eldgos verið á döfinni nálægt Fagradalsfjalli. Kvika leitar síður upp í gegnum „aukaþykkt“ jarðalaga með því að spretta upp úr fjallinu sjálfu nema e.t.v. neðarlega í hlíðum þess. Hraunrennsli gæti ógnað Suðurstrandarvegi með meiri þunga en áður. „Oft verður manni hugsað til Grindvíkinga og næstu nágranna í hamaganingum nú og fyrr. Þeir eiga stuðning skilið,“ skrifar Ari Trausti.