Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Gylfi Jón hættur við að sækja um starf fræðslustjóra
Laugardagur 7. mars 2015 kl. 19:34

Gylfi Jón hættur við að sækja um starf fræðslustjóra

„Skrítið að vera að hætta eftir öll þessi ár. Veit varla hvernig ég á að vera, tregi, söknuður, eiginlega kökkur í hálsinum. Er líka stoltur af mínu fólki og því sem við höfum áorkað saman. Megi skólasamfélagið í Reykjanesbæ blómstra. Takk fyrir mig,“ segir Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, á Facebook síðu sinni í dag.

Eins og Víkurfréttir hafa áður greint frá var Gylfi Jón einn tíu umsækjenda um starf fræðslustjóra, eftir að öllum sviðsstjórum bæjarins var sagt upp í byrjun þess árs. Í bréfi sem hann sendi samstarfsmönnum sínum hjá Reykjanesbæ fyrir helgi upplýsti Gylfi Jón að hann hafi dregið umsókn sína um starf til baka. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024