Gylfi Arnbjörnsson: Verk að vinna
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, sagði verk að vinna við endurreisn Íslands. ASÍ sé tilbúið að koma að uppbyggingunni. Forysta ASÍ efnir til fundarherferðar um landið undir yfirskriftinni Áfram Ísland - fyrir hag heimilanna. Haldnir verða sjö fundir vítt og breitt um landið. Gylfi ræðir á fundunum um stöðuna og framtíðarsýn Alþýðusambandsins.
Fyrsti fundurinn var í Reykjanesbæ í vikunni. Vefsjónvarp Víkurfrétta tók upp ávarp Gylfa, sem á ættir að rekja til Keflavíkur, og er það nú aðgengilegt í Vefsjónvarpi Víkurfrétta.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson