Gvendarbrunnur í Vogum verði hreinsaður og merktur
Sesselja Guðmundsdóttir, handhafi menningarverðlauna Sveitarfélagsins Voga, hefur sent bæjaryfirvöldum í Vogum erindi þar sem bent er á gamlan vatnsbrunn í Vogum, sem er einn fjölmargra s.k. „Gvendarbrunna“ á landinu. Guðmundur góði biskup fór víða um land á sínum tíma og vígði vatnsból.
Ábending Sesselju fólst m.a. í að brunnurinn verði hreinsaður og merktur, og merktur með vörðu líkt og áður var. Erindinu var vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.