Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 8. apríl 2002 kl. 23:53

Gunnþór kom með skip í togi til Sandgerðis

Gunnþór GK kom með Gullborgu II SH til Sandgerðis í kvöld. Gullborg varð vélarvana eftir að sjór komst í vélarrúm skipsins. Skipið er tæplega 100 tonna eikarbátur.Skipin voru um 10 sjómílur frá Sandgerði þegar skipstjórinn á Gullborgu kallaði Gunnþór uppi og óskaði aðstoðar þar sem sjór var kominn í vélarrúm. Vel gekk að draga skipið, samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024