Gunnjón skal hann heita
Nýr björgunarbátur Björgunarsveitarinnar Ægis í Garði var formlega vígður í dag og honum gefið nafn á 75 ára afmæli sveitarinnar. Það var Sigríður Þorsteinsdóttir sem afhjúpaði nafnið á bátnum en síðan flutti séra Sigurður Grétar, sóknarprestur í Garði, blessunarorð.
Fjölmargir heimsóttu Björgunarsveitina Ægi í dag á afmælisdegi sveitarinnar og þáðu veitingar í tilefni dagsins. Þá bárust björgunarsveitinni margar góðar gjafir í tilefni dagsins.
Myndin að ofan var tekin þegar Sigríður afhjúpaði nafnið á bátnum. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson