Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Gunni Gunn kaupir 265 hestafla Lancer Evo 8
Föstudagur 17. september 2004 kl. 14:56

Gunni Gunn kaupir 265 hestafla Lancer Evo 8

Söluumboð Heklu í Reykjanesbæ seldi í gærdag fyrsta Mitsubishi Lancer Evolution VIII á Íslandi. Það var Gunnar Gunnarsson, torfærukappi með meiru, sem keypti bílinn. Lancer Evolution hefur verið þróaður með margra ára rallakstri og skilar einstökum afköstum. Lancer Evolution skilar 265 hestöflum og 355 Nm hámarkstogi til allra fjögurra hjóla frá fjögurra strokka vél með forþjöppu og sítengdu fjórhjóladrifi.
Lancer Evolution er vönduð gæðabifreið, draumur hvers akstursáhugamanns, sportbíll sem líka á heima á götum bæjarins, sigurbíll í rallakstri, hagkvæmur og skemmtilegur, akstursbíll til daglegrar notkunar og ofurbíll, segir á vefsvæði Heklu.
Að sögn Kjartans Steinarssonar, umboðsmanns Heklu á Suðurnesjum, er von til þess að annar bíll þessarar tegundar verði seldur til Suðurnesja á næstunni, en sá mun að öllum líkindum fara til Grindavíkur. Bifreiðin kostar tæpar 4,4 milljónir króna.

Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024