Gunnar Þórarinsson varð annar hjá Sjálfstæðismönnum
Gunnar Þórarinsson varð annar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og Árni Sigfússon fékk örugga kosningu í efsta sætið. Lokatölur voru kynntar nú um kl. 23.
Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar tapaði 2. sætinu til Gunnars en mikil spenna var á milli þeirra í kosningunni. Aðrir frambjóðendur í efstu sjö sætunum voru þeir sömu og í fyrstu tölum. Magnea Guðmundsdóttir varð fjórða, Einar Magnússon fimmti, Baldur Guðmundsson varð sjötti og Björk Þorsteinsdóttir varð í sjöunda sæti.
Lokatölur sjö efstu!
Nánar síðar hér á vf.is