Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gunnar Þórarinsson íhugar sérframboð
Föstudagur 21. mars 2014 kl. 18:01

Gunnar Þórarinsson íhugar sérframboð

– „Kosningabaráttan af okkar hálfu verði háð á drengilegan hátt“

Gunnar Þórarinsson íhugar sérframboð í Reykjanesbæ. Gunnar hafnaði í fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ á dögunum. Framboðslisti sjálfstæðismanna var kynntur í morgun og þar var ljóst að Gunnar er ekki á lista.

„Ég mun á næstu vikum íhuga mín mál með mínum stuðningsmönnum. Öllum má ljóst vera  að ég hef fullan hug á því að vinna áfram að framfararmálum sveitarfélagsins með setu í bæjarstjórn.
 
Fái ég til þess góðan byr og hvatningu mun ég ásamt stuðningsmönnum mínum efna til sérframboðs. Komi til þess mun kosningabaráttan af okkar hálfu verða háð á drengilegan hátt þar sem málefni og aðkallandi úrlausnarefni í Reykjanesbæ verða í forgrunni“. Þetta segir Gunnar í aðsendri grein sem Víkurfréttir birta í dag.

Greinina má lesa hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024