Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gunnar skólastjóri: Margar ástæður fyrir uppsögninni
Gunnar Jónsson, skólastjóri við upplestararkeppni í skólanum á síðasta ári.
Föstudagur 25. janúar 2013 kl. 12:08

Gunnar skólastjóri: Margar ástæður fyrir uppsögninni

Veit ég að nemendur og starfsfólk skólans á eftir að gera góða hluti á komandi árum, segir Gunnar

Gunnar Þór Jónsson, skólastjóri Heiðarskóla, sem sagði starfi sínu lausu nú um áramótin segir ástæðurnar margar fyrir ákvörðun sinni. „Ég hef kosið að ræða sumar en aðrar ekki,“ sagði Gunnar  sem var tilbúinn að ræða uppsögn sína við Víkurfréttir

Í kjölfar uppsagnar Jóhanns Geirdal í Holtaskóla hefur sá orðrómur komið upp að Gunnar hafi sagt upp af sömu ástæðum, þ.e. að hann treysti sér ekki lengur til að stjórna skólanum þar sem hert hefur verið að í rekstrinum á undanförnum árum.

„Það er ekki alls kostar alveg rétt. Ástæðurnar hjá mér eru margar. Mér hefur líkað ákaflega vel alla tíð í skólastarfinu, en þegar ég náði svokallaðri 95 ára reglu á síðasta ári, eftir störf m.a. í Heiðarskóla og Myllubakkaskóla, síðastliðin fjörutíu ár, þá ákvað ég eftir langa umhugsun að nýta mér þann rétt sem maður fær við slík tímamót og stíga út. Það fylgir því álag og áhyggjur að reka grunnskóla og ekki minnkar það þegar sífellt er verið að berjast við að láta enda ná saman og naumt skammtað til þessara hluta. Auðvitað spilar það inn í ákvörðun mína að segja upp. Þegar ég yfirgef Heiðarskóla, mun ég gera það með mikilli eftirsjá og söknuði, þá sérstaklega hvað varðar nemendur skólans og samstarfsfólk. En ég hlakka líka til að takast á við nýja tíma í mínu lífi.

Hvað varðar Heiðarskóla þá veit ég að nemendur og starfsfólk skólans á eftir að gera góða hluti á komandi árum og vera bæjarfélaginu til sóma í hvívetna,“ sagði Gunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024