Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gunnar og Ásdís í Sporthúsið
Föstudagur 21. mars 2014 kl. 19:12

Gunnar og Ásdís í Sporthúsið

Einkaþjálfararnir og hjónin Gunnar Einarsson og Ásdís Þorgilsdóttir hafa ákveðið að flytja starfsemi sína úr Lífsstíl, þar sem þau hafa starfað undanfarin misseri, og yfir í Sporthúsið á Ásbrú. Þar munu þau hefja þjálfun nk. mánudag, 24. mars.

„Við höfum átt frábæran tíma í Lífsstíl en viljum halda okkur ferskum í starfi og fannst því kominn sá tími að prófa eitthvað alveg nýtt í nýju umhverfi með ný markmið. Við eigum eftir að sakna Lífsstíls mikið en vonum að Lífsstíll eigi eftir að blómstra áfram í komandi framtíð,“ segja þau í tilkynningu sem þau hafa sent frá sér.

„Við stefnum alltaf hátt og vonum að þið virðið okkar ákvörðun sem var alls ekki auðveld. Viljum þakka öllu Lífsstíls-fólki fyrir yndislega tíma saman og vonum að ykkur gangi alveg ótrúlega vel í því sem þið takið ykkur fyrir hendur í framtíðinni.
Með fyrirfram þökk fyrir allt“. Undir þetta rita svo Ásdís og Gunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024