Gunnar nýr samskiptastjóri ríkislögreglustjóra
Gunnar H. Garðarsson hefur verið ráðinn samskiptastjóri embættis ríkislögreglustjóra. Um er að ræða nýtt embætti. Gunnar starfaði áður hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) í Brussel þar sem hann hafi gegnt starfi upplýsingafulltrúa.
Þá hafi hann áður starfað hjá Markaðsstofu Reykjaness sem markaðs- og upplýsingafulltrúi auk þess sem hann hefur starfað sem sérfræðingur á Alþingi.
Gunnar er með BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MSc í Strategic Communications & PR frá Stirling University og Universitat Pompeu Fabra.
Alls sóttu 33 um stöðuna sem auglýst var í lok ágústmánaðar.