Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Fréttir

Gunnar Már nýr formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur
Þriðjudagur 24. apríl 2018 kl. 07:00

Gunnar Már nýr formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur

Gunnar Már Gunnarsson var kjörinn nýr formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur á framhalds aðalfundi deildarinnar og tekur hann við af Jónasi Þórhallssyni en hann gaf ekki kost á sér lengur sem formaður. Fundurinn um helgina var framhald af aðalfundi sem haldinn var í mars og því þurfti að halda framhaldsaðalfund þar sem að ný stjórn yrði kjörin.

Gunnar Már Gunnarsson, nýr formaður deildarinnar var einn í framboði og samþykktur samhljóða. Með honum í stjórn voru kjörnir með leynilegri kosningu þar sem 7 buðu sig fram í 6 laus sæti:
Helgi Bogason, Jón Þór Hallgrímsson og Sigurður Halldórsson. Þórarinn Ólafsson, Þórhallur Ágúst Benónýsson og Hjörtur Waltersson koma allir nýir inn í stjórnina.
Almar Sveinsson, Jóhann Ingi Ármannsson og Ragnar Ragnarsson sem setið hefur í stjórn í áratugi ganga úr stjórn.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Varastjórn deildarinnar skipa eftirtalin:
Jónas Þórhallsson, Jóhann Ingi Ármannsson, Ragnar Ragnarsson, Rúnar Sigurjónsson, Petra Rós Ólafsdóttir og Pétur Pálsson.

Ný stjórn knattspyrnudeildar UMFG, mynd: umfg.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25