Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gunnar leikstýrir næsta verkefni Leikfélags Keflavíkur
Miðvikudagur 6. september 2017 kl. 06:00

Gunnar leikstýrir næsta verkefni Leikfélags Keflavíkur

Gunnar Helgason verður leikstjóri næsta verkefnis Leikfélags Keflavíkur. Gunnar hefur áður leikstýrt hjá leikfélaginu þegar Ávaxtakarfan var sýnd árið 2014. Það verk naut mikilla vinsælda.

Áætlað er að setja upp barnasýningu sem frumsýnd verður í október næstkomandi. Kynningarfundur verður haldinn mánudaginn 11. september næstkomandi kl. 20 í Frumleikhúsinu að Vesturbraut 17 þar sem allir eru velkomnir, en miðað er við að þátttakendur hafi náð 18 ára aldri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024