Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Gunnar Hámundarson GK verður hvalaskoðunarbátur
    Á myndinni má sjá Gunnar Hámundarson GK koma til hafnar í Keflavík árið 2007 með 31 tonn af þorski út netaróðri. Keflavíkurhöfn var lengi heimahöfn Gunnars Hámundarsonar GK. Útgerð bátsins var í Garði.
  • Gunnar Hámundarson GK verður hvalaskoðunarbátur
Föstudagur 21. október 2016 kl. 15:34

Gunnar Hámundarson GK verður hvalaskoðunarbátur

Aflaskipið Gunnar Hámundarson GK 357 hefur verið selt norður í land þar sem það verður notað sem hvalaskoðunarbátur. Gunnar Hámundarson GK er eikarbátur, smíðaður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur árið 1954 og hefur smíðanúmerið 1. Báturinn er 21,5 metra langur og 5,2 metra breiður og 50 brúttótonn.
Seljendur eru bræðurnir Halldór og Vilberg Þorvaldssynir en kaupendur er þeir Árni Halldórsson, Halldór Halldórsson og Garðar Níelsson en þeir reka hvalaskoðunarfyrirtæki á Hauganesi. Fyrir eru þeir með eikarbátinn Níels Jónsson EA 106.

Gunnar Hámundarson GK hefur alla tíð verið gerður út af sömu útgerð, Gunnari Hámundarsyni ehf., sem var elsta útgerðarfélag landsins, stofnað í Garði árið 1911.

300 tonn af þorski á 10 dögum
Aflasögurnar eru margar af Gunnari Hámundarsyni GK og Þorvaldur heitinn Halldórsson, útgerðarmaður og skipstjóri sagði í samtali við Víkurfréttir árið 2003 að honum hafi alltaf gengið vel á bátnum. „Við komum með þúsund tonn ár eftir ár af þorski og síðan fór maður á reknetasíld á sumrin. Þegar ég var með bátinn var ég á línu í janúar og febrúar, en skipti þá yfir á net og var á reknetum yfir sumartímann,” segir Þorvaldur en mest var hann á síld í flóanum og í Grindavíkursjó á árunum frá 1950 til 1970. Eitt árið fékk hann um 300 tonn af þorski á 10 dögum. „Nú megum við veiða rúm 100 tonn allt árið,” segir Þorvaldur og hann hefur oft lent í mokfískiríi og bætir því við að Gunnar Hámundarson GK sé mikið happaskip. „Það skiptir þó mestu máli að ég hef enga menn misst, það er sannkölluð Guðslukka.”

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024