Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gunnar Grímsson ráðinn kosningastjóri Pírtata
Kosningavagn Pírata.
Fimmtudagur 10. maí 2018 kl. 06:00

Gunnar Grímsson ráðinn kosningastjóri Pírtata

Píratar í Reykjanesbæ hafa ráðið Gunnar Grímsson, ráðgjafa sem kosningastjóra í Reykjanesbæ. Gunnar hefur margvíslega menntun og mikla reynslu af ráðgjafastörfum og verkefnastjórnum t.d. hjá VSÓ ráðgjöf, Þjóðskjalasafni, Listahátíð, Hæstarétti of. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.
„Auk þess er hann allrahandamaður þegar kemur að því að leysa tæknileg verkefni tengdu framboði í stóru bæjarfélagi eins og Reykjanesbæ. Sem kosningastjóri mun Gunnar leggja sitt af mörkum til að stuðla að auknu lýðræði og velferð íbúa í Reykjanesbæ næstu árin“, segir í tilkynningunni. 

Þá hafa Pírtatar einnig opnað kosningavagn. “Segja má að kosningavagninn sé vel heppnaður og vel staðsettur í bænum. Einnig hlakkar í frambjóðendum sem vilja keyra með gáminn um Reykjanesbæ til að hitta fólk sem víðast.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024