Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gufan gabbaði
Miðvikudagur 14. ágúst 2002 kl. 13:06

Gufan gabbaði

Slökkviliði Suðurnesja barst tilkynning rétt fyrir hádegi í dag um að reyk legði frá N1-bar í Keflavík. Var það fólk úr líkamsræktarstöðinni Perlunni sem varð þess var og að þeirra sögn fundu þau einnig brunalykt berast þaðan. Þegar slökkvilið kom á staðinn kom í ljós að þar var enginn eldur né reykur heldur barst gufa út um rör á Efnalauginni Vík, sem er samliggjandi við N1-bar, og var það hún sem gabbaði fólkið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024