Guðveig Sigurðardóttir gerð að heiðursfélaga Kvenfélags Grindavíkur
Á dögunum var Guðveig S. Sigurðardóttir gerð að heiðursfélaga Kvenfélags Grindavíkur. Þar sem fundurinn sem halda átti 6. apríl féll niður var Stella eins og hún er alltaf kölluð gerð að heiðursfélaga heima í stofu og auðvitað var passað upp á tveggja metra regluna.
Stella var formaður Kvenfélagsins á árunum 1970 – 1976 og 1986 – 1990, hún hefur tekið þátt í ómetanlegu starfi Kvenfélags Grindavíkur og þannig gefið af sér og haft áhrif.
Heiðursfélagar Kvenfélagsins í dag eru þær, Jóhanna Sigurðardóttir, Birna Óladóttir, Sæbjörg María Vilmundsdóttir, Guðbjörg Thorstensen, Kolbrún Einarsdóttir og Guðveig S. Sigurðardóttir.