Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Guðshús Garðmanna fær andlitslyftingu
Mánudagur 14. júní 2004 kl. 16:19

Guðshús Garðmanna fær andlitslyftingu

Þessa dagana er unnið að miklum endurbótum á Úskálakirkju. Búið er að rétta turninn á kirkjunni, sem hafði í tímans rás hallað sér helst til mikið aftur. Notað var 40 tonna átak til að rétta turninn. Þá hefur verið skipt um klæðningu á þaki kirkjunnar. Að sögn Björns Sveins Björnssonar, sóknarprests að Útskálum, kom það mönnum á óvart hversu góðir viðir væru í þaki kirkjunnar, sem er 140 ára gömul.
Skipt hefur verið um þakklæðningu, en einnig verður klukknaturninn klæddur að nýju og forkirkjan. Stærsta framkvæmdin innandyra var síðan að styrkja kórloftið. Settar hafa verið nýjar stoðir undir loftið og veitti ekki af, enda hafa kórfélagar bæði stækkað og þyngst á þeim 140 árum sem þessi kirkja hefur þjónað að Útskálum.

Myndin: Vinnupallar við Útskálakirkju. Miklar endurbætur standa yfir á kirkjunni.

Ljósm.: Jóhannes Kr. Kristjánsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024