Guðrúnu Gísladóttur ekki bjargað
Norska ríkið hefur tekið þá ákvörðun að hætta við að bjarga flaki fjölveiðiskipsins Guðrúnar Gísladóttur KE-15 af hafsbotni en skipið sökk við Lófót í Noregi 19. júní í hitteðfyrra. Í staðinn verður olíu dælt úr tönkum skipsins en komið hefur í ljós að talsvert mun hafa lekið úr þeim nú þegar. Þetta kemur fram á mbl.is.
Norsk stjórnvöld gerðu íslenskum eigendum Guðrúnar í september í fyrra að tæma olíu úr skipinu, ná flakinu upp og fjarlægja það en þeir uppfylltu ekki þær skyldur sínar, segir Svein Ludvigsen, sjávarútvegsráðherra, í yfirlýsingu. Í október sl. tók svo strandgæslan við björgunartilraun en þegar flakið var reist á réttan kjöl 12. maí sl. kom í ljós verulegar skemmdir á skrokknum.
Guri Ingebrigtsen héraðsstjóri í Vestvågøy, sveitarfélaginu sem strandstaður Guðrúnar Gísladóttur heyrir til, sagðist í samtali við svæðisútvarp norska útvarpsins í Nordland ekki sætta sig við að flakið af Guðrúnu verði látið eiga sig. Segir hún fréttina hafa fengið mjög á sig og sveitarstjórnin muni ekki taka ákvörðuninni þegjandi, heldur reyna að fá henni snúið.
Mynd: Guðrún Gísladóttir marar í hálfu kafi rétt áður en hún sökk