Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Guðrún Sveins sýnir í Svarta Pakkhúsinu
Þriðjudagur 7. september 2004 kl. 14:40

Guðrún Sveins sýnir í Svarta Pakkhúsinu

Guðrún Sveinsdóttir myndlistarkona heldur myndlistarsýningu í Svarta Pakkhúsinu frá 11. til 18 september. Á sýningunni eru aðallega olíu- og akrýl myndir, en á sýningunni verða einnig til sýnis frumteikningar Guðrúnar af verkum sínum.
Guðrún stundaði nám við Myndlistarskóla Reykjavíkur í tvær annir og hjá Írisi Jónsdóttur við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Guðrún hefur einnig sótt námskeið hjá Eiríki Árna Sigtryggssyni myndlistarmanni, hjá Reyni Katrínar myndlistarmanni og hjá myndlistarkonunni Sossu.
Guðrún hefur áður tekið þátt í samsýningu en þetta er hennar fyrsta einkasýning. Sýningin er opin frá klukkan 13 til 17 og 19 til 21 alla dagana.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024