Guðrún Gísladóttir: Verkefnalausir björgunarmenn krefjast launa
Sex íslenskir skipverjar á Stakkanesi ÍS 848 sem vinna að björgun Guðrúnar Gísladóttur KE 15 í Noregi hafa gefið forsvarsmönnum Íshúss Njarðvíkur 10 daga frest til að greiða þeim vangoldin laun og rennur sá frestur út á morgun. Guðmundur Guðmundsson skipstjóri á Stakkanesi segir að skipverjar séu orðnir langþreyttir á röngum yfirlýsingum forsvarsmanna Íshúss Njarðvíkur um að verið sé að vinna að björgun skipsins. „Það er aldrei sagt rétt frá því sem er að gerast hér og hvað sé yfir höfuð í gangi. Það er nákvæmlega ekkert að gerast. Við erum búnir að vera hér úti frá 21. apríl og frá þeim tíma átti allt að vera að komast í fullan gang. Við vorum að vinna við tankana sem nota átti til að lyfta skipinu upp. Við drógum tankana til hafnar í Ballstad þar sem þeir áttu að fara í slipp. Þegar komið var í slippinn var ákaflega lítið gert því slippstöðin fékk ekki greitt. Síðan þá hefur verið afskaplega lítið gert. En við heyrum það í fjölmiðlum heima á Íslandi að það sé allt í fullum gangi hér og að fjármagn sé á leiðinni í verkefnið. En því miður þá er það ekki svoleiðis,“ segir Guðmundur.
Guðmundur, sem kemur fram fyrir hönd íslensku skipverjanna segir að þeir séu orðnir uggandi um sinn hag. Þeir væru verkefnalausir og ekkert væri að gerast í björgun skipsins. „Í dag eða á morgun verða skipsskjölin tekin af okkur þar sem hafnargjöld hafa ekki verið greidd í langan tíma. Við erum einnig orðnir matarlitlir og skipið er að verða olíulaust.“
Guðmundur telur að staðan sé þannig í dag að norsk stjórnvöld muni á næstu dögum taka verkefnið í sínar hendur. „Það er allt í lamasessi og menn hér úti eru ekki síður hræddir en við, því það er búið að ljúga í þá ekki síður en okkur. Það er búið að marghalda því fram við hafnaryfirvöld hér að þetta sé allt að koma eftir helgina eða í næstu viku, en það gerist ekki neitt. Þessir menn þarna heima virðast halda að við séum staddir einhversstaðar á öræfum og heyrum ekki fréttir. Það er nú þannig að það er alltaf verið að spyrja okkur hvernig gangi, því yfirvöld hér úti ná ekki dögum saman í forsvarsmenn Íshúss Njarðvíkur. Hafnarstjórinn kemur hér nánast daglega til að spyrja okkur hvað sé að frétta,“ segir Guðmundur og er mjög ósáttur við að forsvarsmenn Íshúss Njarðvíkur hafi ekki samband við skipverja.
Að sögn Guðmundar kom kafaraskip á staðinn sl. fimmtudag, en þeir hafa ekkert unnið við björgun skipsins frá því þeir komu. „Það var búið að telja þeim trú um að fjármagn hefði verið tryggt til verksins en þeir eru að gefast upp. Þeir eru væntanlega að fara héðan í dag því þeim vantar bankatryggingu til að geta byrjað að vinna,“ segir Guðmundur og segir skipverja líta svo á að þeim hafi verið sagt upp fái þeir ekki greidd sín laun á morgun. „Við gáfum forsvarsmönnum Íshúss Njarðvíkur 10 daga frest til að gera upp okkar launamál og sá frestur rennur út á morgun. Verði ekkert gert í þeim málum þá lítum við svo á að það sé búið að segja okkur upp hér á skipinu og að við séum lausir allra mála. Þá erum við farnir heim.“
Guðmundur, sem kemur fram fyrir hönd íslensku skipverjanna segir að þeir séu orðnir uggandi um sinn hag. Þeir væru verkefnalausir og ekkert væri að gerast í björgun skipsins. „Í dag eða á morgun verða skipsskjölin tekin af okkur þar sem hafnargjöld hafa ekki verið greidd í langan tíma. Við erum einnig orðnir matarlitlir og skipið er að verða olíulaust.“
Guðmundur telur að staðan sé þannig í dag að norsk stjórnvöld muni á næstu dögum taka verkefnið í sínar hendur. „Það er allt í lamasessi og menn hér úti eru ekki síður hræddir en við, því það er búið að ljúga í þá ekki síður en okkur. Það er búið að marghalda því fram við hafnaryfirvöld hér að þetta sé allt að koma eftir helgina eða í næstu viku, en það gerist ekki neitt. Þessir menn þarna heima virðast halda að við séum staddir einhversstaðar á öræfum og heyrum ekki fréttir. Það er nú þannig að það er alltaf verið að spyrja okkur hvernig gangi, því yfirvöld hér úti ná ekki dögum saman í forsvarsmenn Íshúss Njarðvíkur. Hafnarstjórinn kemur hér nánast daglega til að spyrja okkur hvað sé að frétta,“ segir Guðmundur og er mjög ósáttur við að forsvarsmenn Íshúss Njarðvíkur hafi ekki samband við skipverja.
Að sögn Guðmundar kom kafaraskip á staðinn sl. fimmtudag, en þeir hafa ekkert unnið við björgun skipsins frá því þeir komu. „Það var búið að telja þeim trú um að fjármagn hefði verið tryggt til verksins en þeir eru að gefast upp. Þeir eru væntanlega að fara héðan í dag því þeim vantar bankatryggingu til að geta byrjað að vinna,“ segir Guðmundur og segir skipverja líta svo á að þeim hafi verið sagt upp fái þeir ekki greidd sín laun á morgun. „Við gáfum forsvarsmönnum Íshúss Njarðvíkur 10 daga frest til að gera upp okkar launamál og sá frestur rennur út á morgun. Verði ekkert gert í þeim málum þá lítum við svo á að það sé búið að segja okkur upp hér á skipinu og að við séum lausir allra mála. Þá erum við farnir heim.“