Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 14. nóvember 2000 kl. 10:10

Guðrún Gísladóttir skal skipið heita

Tog- og nótaskipi Arnar Erlingssonar útgerðarmanns, sem er í smíðum í Guangzhou í Suður-Kína, var gefið nafnið Guðrún Gísladóttir KE í síðustu viku. Fiskifréttir greindu frá. Skipið er 71,3 metra langt og 14 metra breitt, knúið 7200 hestafla Bergen Diesel vél. Það er með vinnslu- og frystibúnaði fyrir uppsjávarfisk og er frystigetan 180 tonn á sólarhring. Um borð verða fjórar alsjálfvirkar Baader flökunarvélar. Í skipinu eru 1500 rúmmetra frystilestar og 750 rúmmetra kælitankar. Vonir eru bundnar við að skipið verði fullbúið í mars eða apríl á næsta ári. Skipið heitir eftir móður Arnar, en þess má geta að Guðrún hefur ávallt verið öflugur stuðningsmaður Mathiesen-ættarinnar í stjórnmálum og því vel við hæfi að Steinunn Friðjónsdóttir, eiginkona Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra, gæfi skipinu nafn úti í Kína þar sem ráðherrann var í opinberri heimsókn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024