Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Guðrún Gísladóttir KE upp á yfirborðið fyrir 1. maí 2003
Föstudagur 20. september 2002 kl. 14:38

Guðrún Gísladóttir KE upp á yfirborðið fyrir 1. maí 2003

Norska umhverfisráðuneytið hefur úrskurðað að útgerðarfélagið Festi, sem gerði út fiskiskipið Guðrúnu Gísladóttur KE, verði að fjarlægja olíu sem er í skipsflakinu fyrir 15. október. Þá verði útgerðarfélagið að fjarlægja flakið fyrir 1. maí á næsta ári. Guðrún Gísladóttir KE strandaði við Vestvågeyju á Lofoten 18. júní og sökk í kjölfarið. Um borð í skipinu var frosinn fiskur og olía.Mengunarvarnir norska ríkisins höfðu áður ákveðið að Festi skyldi fjarlægja flak skipsins fyrir 15. október en Festi skaut þeirri ákvörðun til norska umhverfisráðuneytisins sem nú hefur kveðið upp úrskurð sinn, segir í Morgunblaðinu í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024