Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 6. júní 2003 kl. 15:33

Guðrún Gísladóttir KE: Norska stjórnin tekur málin í sínar hendur

Norska ríkisstjórnin hefur heimilað að norska siglingastofnunin taki að sér að tæma olíu úr skipinu Guðrúnu Gísladóttur sem liggur á hafsbotni við stendur Noregs. Njarðvíkur tók verkið að sér en ekki hefur gengið að lyfta skipinu. Útgerðinni ber skylda til að fjarlægja flakið og tryggja að engin mengun stafi frá skipinu en fjárskortur kemur í veg fyrir að framkvæmdir haldi áfram. Í fréttatilkynningu frá Sjávarútvegsráðuneytinu kemur fram að mikil mengunarhætta sé vegna olíunnar sem er í tönkum skipsins. Ríkisstjórnin telji að þess vegna verði að tæma skipið án nokkurra tafa. Stöðugar tafir hafi orðið á verkinu og vegna mengunarhættu verði að grípa til aðgerða. Rúv greindi frá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024