Guðrún Gísladóttir KE: Norðmenn undirbúa aðgerðir
Norsk yfirvöld eru þegar byrjuð að undirbúa aðgerðir til að fjarlæga flakið af Guðrúnu Gísladóttur vegna ótta við að ekkert verði úr björgunargerðum Íshússfélags Njarðvíkur. Hugsanlegt er að málið verði tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi í Ósló á föstudag, segir í fréttum Ríkisútvarpsins.Íshúsfélagið hefur ekki gert upp við áhöfnina á Stakkanesinu sem hefur unnið við björgun skipsins. Guðmundur Guðmundsson skipstjóri segir að áhöfnin hætti störfum á morgun og farið að huga að heimferð. Hann segir að hún eigi um 4 til 5 miljónir inni hjá Íshúsfélagi Njarðvíkur.
Talsmenn félagsins segja að kröfur skipverja eigi ekki við rök að styðjast. Þeir segja jafnframt að vona sé á 50 miljónum króna frá fjátfestum á allra næstu dögum sem munu gera þeim kleift að ná skipinu upp.
Fréttastofa Útvarps hefur undir höndum yfirlit yfir launagreiðslur þar sem m.a. kemur fram að Guðmundur Guðmundsson skipstjóri hafi fengið rúma eina miljón króna greidda frá áramótum. Hann sagði í gær að vangoldin laun til áhafnarinnar næmu um 4 til 5 milljónum. Guðjón segir að þetta sé fjarri lagi. Eitthvað eigi eftir að greiða og gæti sú uppæð numið um 1,5 miljón. Hann telur líklegt að einhverjar greiðslur verði inntar af hendi í dag en samkvæmt samningum eigi uppgjör að fara frá 10. júní. Hann hefur ekki áhyggjur af því að áhöfnin gangi frá borði og óttast alls ekki að öll áhöfnin geri það. Hann segir að önnur áhöfn sé til reiðu hér heima ef þörf verður á að manna skipið að nýju.
Ríkisútvarpið greinir frá á ruv.is
Myndin: Guðrún Gísladóttir KE við bryggju í Keflavík skömmu áður en skipið fór í sína hinnstu för til Noregs. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Talsmenn félagsins segja að kröfur skipverja eigi ekki við rök að styðjast. Þeir segja jafnframt að vona sé á 50 miljónum króna frá fjátfestum á allra næstu dögum sem munu gera þeim kleift að ná skipinu upp.
Fréttastofa Útvarps hefur undir höndum yfirlit yfir launagreiðslur þar sem m.a. kemur fram að Guðmundur Guðmundsson skipstjóri hafi fengið rúma eina miljón króna greidda frá áramótum. Hann sagði í gær að vangoldin laun til áhafnarinnar næmu um 4 til 5 milljónum. Guðjón segir að þetta sé fjarri lagi. Eitthvað eigi eftir að greiða og gæti sú uppæð numið um 1,5 miljón. Hann telur líklegt að einhverjar greiðslur verði inntar af hendi í dag en samkvæmt samningum eigi uppgjör að fara frá 10. júní. Hann hefur ekki áhyggjur af því að áhöfnin gangi frá borði og óttast alls ekki að öll áhöfnin geri það. Hann segir að önnur áhöfn sé til reiðu hér heima ef þörf verður á að manna skipið að nýju.
Ríkisútvarpið greinir frá á ruv.is
Myndin: Guðrún Gísladóttir KE við bryggju í Keflavík skömmu áður en skipið fór í sína hinnstu för til Noregs. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson