Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 15. ágúst 2001 kl. 14:29

Guðrún Gísladóttir KE á heimleið til Íslands

Í dag kl 14:30 að kínverskum tíma (06:30 að ísl. tíma) sigldi Guðrún Gísladóttir KE frá Guangzhou í Kína áleiðis til Íslands. Skipið, sem er eitt stærsta og fullkomnasta skip íslenska flotans, er smíðað í Guangzhou Huangpu skipasmíðastöðinni í Kína og ef að líkum lætur ætti það að vera komið til landsins um miðjan september. Guðrún Gísladóttir KE er hönnuð af Skipatækni ehf. og hefur fyrirtækið jafnframt haft eftirlit með smíði skipsins á smíðatímanum. Það er 71.30 metrar á lengd og búið fullkomnum búnaði til veiða og frystingar aflans um borð. Skipið var smíðað fyrir Örn Erlingsson útgerðarmann sem mun gera það út ásamt meðeigendum sínum.
Nú þegar er eitt annað skip, sem smíðað var fyrir íslenska útgerð í Guangzhou Huangpu skipasmíðastöðinni, á heimsiglingu. Það er netabáturinn Happasæll KE og hefur ferð hans miðað vel. Þar sem Guðrún Gísladóttir KE er mun gangmeira skip en Happasæll KE er ekki ólíklegt að ekki muni nema nokkrum dögum á heimkomu skipanna.

Sjá nánar á InterSeafood.com.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024