Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Guðrún Erlingsdóttir býður sig fram í 2. – 3. sæti
Miðvikudagur 31. október 2012 kl. 09:54

Guðrún Erlingsdóttir býður sig fram í 2. – 3. sæti

Guðrún Erlingsdóttir varaþingmaður og heilsumeistaranemi  býður sig fram í 2. – 3. sæti í rafrænu flokksvali Samfylkingarinnar  í Suðurkjördæmi 16. -17. nóvember n.k.

Guðrún er búsett í Vestmannaeyjum og hefur helgað verkalýðsbaráttunni starfskrafta sína. Verið virk í sveitarstjórnar- og félagsmálum. Tók sæti sem varaþingmaður á Alþingi í október 2009. Er  stjórnarformaður Viðlagatryggingar Íslands, ásamt setu í fleiri nefndum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Guðrún leggur áherslu á réttlátt þjóðfélag þar sem raunverulegur jöfnuður ríkir. Þar sem náttúruauðlindir, sameign þjóðarinnar eru nýttar af skynsemi og virðingu.  Einnig leggur hún áherslu á að hlúð sé að matarkistu og fyrirtækjum Suðurkjördæmis til sjávar og sveita. Óhefðbundnar leiðir í heilbrigðismálum eru Guðrúnu hugleiknar.