Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Guðný Hrund sveit­ar­stjóri Húnaþings vestra
Þriðjudagur 29. júlí 2014 kl. 11:55

Guðný Hrund sveit­ar­stjóri Húnaþings vestra

Guðný Hrund Karls­dótt­ir úr Reykjanesbæ hef­ur verið ráðin sveit­ar­stjóri Húnaþings vestra, er hún fyrsta konan sem gegnir stöðunni. Á ár­un­um 2002-2006 starfaði hún sem sveit­ar­stjóri á Raufar­höfn og stýrði sveit­ar­fé­lag­inu far­sæl­lega á erfiðum tím­um. Guðný Hrund hef­ur gegnt fjöl­mörg­um trúnaðar- og ábyrgðar­störf­um, svo sem hlut­verki hafn­ar­stjóra, setið í stjórn Ný­sköp­un­ar­sjóðs at­vinnu­lífs­ins, í stjórn ábyrgðarsjóðs launa og sem varamaður í stjórn sam­keppnis­eft­ir­lits­ins. Hún er með cand. oecon.-próf í viðskipta­fræðum af fjár­mála­sviði. Áformað er að hún hefji störf hinn 1. ág­úst 2014. Mbl.is greinir frá.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024