Guðný Hrund sest á þing
Guðný Hrund Karlsdóttir frá Reykjanesbæ tók sæti á Alþingi í dag sem annar varaþingmaður Samfylkingar í Suðurkjördæmi.
Guðný Hrund skipaði fjórða sæti Samfylkingar í síðustu alþingiskosningum, en tver menn fóru inn af þeim lista, Björgvin G. Sigurðsson og Lúðvík Bergvinsson.
Björgvin er á leið erlendis og Róbert Marshall, fyrsti varaþingmaður, er forfallaður og tekur Guðný því sætið.