Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Guðmundur Rúnar sýnir verkið 64 krossar í Noregi
Þriðjudagur 16. júlí 2013 kl. 13:27

Guðmundur Rúnar sýnir verkið 64 krossar í Noregi

Verkið 64 krossar eftir Suðurnesjamanninn og listamanninn Guðmund Rúnar Lúðvíksson hefur verið sett upp í Eivindvik, Gulen í Noregi. Verkið myndar 360 gráðu hring og er gert úr steinum sem eru úr Gulen. Í verkinu eru fimm ljós sem hvert vísar á einn þingstað á frá þessum tíma. Eitt ljós vísar í Gulen, annað til Skotlands, eitt til Shetlands, eitt til Færeyja og eitt til Íslands.

Í Gulen var sett á laggirnar eitt fyrsta þing í Noregi eða í kringum árið 800. Mikill vinskapur hefur verið á milli Gulen og Þingvalla í gegnum árhundruðin. Verkið 64 krossar er tilvísun í að á þessum tíma voru flest víkingaskip mönnuð 64 ræðurum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í sumar mun Guðmundur Rúnar vinna með börnum úr Eivindvík sem tengist þessu verki. Að sögn Guðmundar eru uppi áform um að setja upp annað verk í sumar.

Þess má geta að Guðmundur Rúnar sýnir nú verk á einni stærstu samsýningu á samtímalist sem stendur fram á haust í Þýskalandi. Þar voru 174 listamenn frá nánast öllum heimshornum valdir til að sýna og er það mikill heiður fyrir Guðmund Rúnar að fá að taka þátt í þeirri sýningu.