Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Guðmundur í efsta sæti í Grindavik
Sunnudagur 7. febrúar 2010 kl. 12:32

Guðmundur í efsta sæti í Grindavik

Guðmundur Pálsson, bæjarfulltrúi, fékk flest atkvæði og varð efstur í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Grindavík en prófkjör flokksinsfór fram í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vilhjálmur Árnason varð annar og Magnús Már Jakobsson þriðji en hann keppti við Guðmund um efsta sætið. Þeir eru báðir nýir á lista. Flokkurinn var með tvö sæti í síðustu bæjarstjórn.

Á kjörskrá voru 387 og greiddi 256 manns atkvæði. Kjörsókn var því 66%.

Niðurstaða prófkjörsins var þessi:

1. Guðmundur Pálsson með 138 atkvæði í 1. sæti
2. Vilhjálmur Árnason með 112 atkvæði í 1.-2. sæti
3. Magnús Már Jakbsson með 115 atkvæði í 1.-3. sæti
4. Jóna Rut Jónsdóttir með 104 atkvæði í 1.-4. sæti
5. Guðbjörg Eyjólfsdóttir með 106 atkvæði í 1.-5. sæti
6. Svava Björk Jónsdóttir með 96 atkvæði í 1.-6. sæti