Guðlaugur yfir umhverfissviði
Guðlaugur Helgi Sigurjónsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri umhverfissviðs. Hann var áður framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar.
Guðlaugur er byggingafræðingur, með löggildingu í byggingarfræði og mannvirkjahönnun. Guðlaugur starfaði sem byggingarfræðingur á Verkfræðistofu Suðurnesja og sem verkefnastjóri hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar auk þess að hafa verið í sjálfstæðum rekstri. Frá 2008 hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar.