HS Veitur
HS Veitur

Fréttir

Guðlaug Erlendsdóttir nýr aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Grindavíkur
Mynd frá vef Grindavíkur.
Fimmtudagur 29. júní 2017 kl. 15:14

Guðlaug Erlendsdóttir nýr aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Grindavíkur

Guðlaug Erlendsdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarskólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur. Guðlaug er með kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskóla, BA próf í sálar- og afbrotafræði, meistarapróf í stjórnun menntastofnana, meistarapróf í félagsfræði og er í doktorsnámi við HÍ. Guðlaug hefur kennt mið- og elsta stigi grunnskóla á Íslandi og einnig í alþjóðaskólum erlendis. Þá hefur hún einnig starfað sem námsráðgjafi. Grindavík.is greinir frá þessu.

Guðlaug var ráðin frá og með 1. ágúst næstkomandi en umsækjendur voru átta talsins.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025