Guðlaug Erlendsdóttir nýr aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Grindavíkur
Guðlaug Erlendsdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarskólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur. Guðlaug er með kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskóla, BA próf í sálar- og afbrotafræði, meistarapróf í stjórnun menntastofnana, meistarapróf í félagsfræði og er í doktorsnámi við HÍ. Guðlaug hefur kennt mið- og elsta stigi grunnskóla á Íslandi og einnig í alþjóðaskólum erlendis. Þá hefur hún einnig starfað sem námsráðgjafi. Grindavík.is greinir frá þessu.
Guðlaug var ráðin frá og með 1. ágúst næstkomandi en umsækjendur voru átta talsins.