Guðjón Vilhelm: sleginn yfir fréttum um fíkniefnasmygl
Guðjón Vilhelm hnefaleikaþjálfari í Keflavík og einn helsti forsvarsmaður hnefaleika á Íslandi segist vera mjög sleginn yfir fréttum að tveir aðilar sem voru áberandi í boxhreyfingunni hafi verið stöðvaðir með fíkniefni. Guðjón segir málið vera hrikalegt og koma miklu óorði á hnefaleikahreyfinguna. „Það er afskaplega fátt hægt að segja. Þetta er hrikalegt mál og það sem er verst í þessu er að þessir aðilar skuli vera tengdir við hnefaleika. Þeir leggjast það lágt að misnota landsliðsbúninga sem notaðir eru í boxinu til að vísa frá sér grun um að þeir séu með fíkniefni á sér. Þetta eru glæpamenn og ekkert annað og þeir eru búnir að koma þvílíku óorði á hnefaleikahreyfinguna á Íslandi,“ sagði Guðjón í samtali við Víkurfréttir.
VF-ljósmynd/JKK: Guðjón við boxþjálfun í aðstöðu hnefaleikafélags Reykjaness.
VF-ljósmynd/JKK: Guðjón við boxþjálfun í aðstöðu hnefaleikafélags Reykjaness.