Guðjón farinn til Englands
Guðjón Þórðarson, sem rifti samning sinn við knattspyrnulið Keflavíkur nú á dögunum, er kominn til Englands. Ástæða ferðarinnar til Englands er sú að hann er að ræða við nokkur félög um hugsanlegt starf sem knattspyrnustjóri. Þetta sagði Guðjón í samtali við Snorra Má Skúlason á Skjá einum í dag. Liðin sem hann er að skoða eru meðal annars Millwall og Gillingham en bæði lið eru í leit að knattspyrnustjóra. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Guðjón verið sterklega orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá 3. deildarliðinu Notts County.
Guðjón Þórðarson sagði í samtali við Sky fréttastofuna að Notts County væri vænlegur kostur en í viðtali á Stöð 2 sagðist hann ekkert hafa neinn sérstakan áhuga á liðinu.
Það kemur í ljós á næstu dögum hvernig knattspyrnumál Guðjóns Þórðarsonar þróast en Keflavík á sinn fyrsta leik á morgun á móti Íslandsmeisturum FH. Leikurinn fer fram í Keflavík og hefst hann klukkan 19:15.
Guðjón Þórðarson sagði í samtali við Sky fréttastofuna að Notts County væri vænlegur kostur en í viðtali á Stöð 2 sagðist hann ekkert hafa neinn sérstakan áhuga á liðinu.
Það kemur í ljós á næstu dögum hvernig knattspyrnumál Guðjóns Þórðarsonar þróast en Keflavík á sinn fyrsta leik á morgun á móti Íslandsmeisturum FH. Leikurinn fer fram í Keflavík og hefst hann klukkan 19:15.