Guðbrandur talaði mest - Jóhann Friðrik minnst
Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi er í 10. sæti yfir þá þingmenn sem töluðu mest úr ræðustól á Alþingi á fyrsta ári þessa kjörtímabils. Guðbrandur endaði í 10. sæti og kom 270 sinnum í púlt og talaði samtals í 13 klukkustundir og 25 mínútur. Hann talaði mest allra þingmanna úr Suðurkjördæmi.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir frá Flokki fólksins var næst þingmanna í Suðurkjördæmi á eftir Guðbrandi. Félagi Guðbrandar úr Bæjarstjórn Reykjanesbæjar, Jóhann Friðrik Friðriksson talaði minnst þingmanna kjördæmisins, hann kom 34 sinnum í pontu og talaði samtals í 1 klst. og 41 mínútu.
Ræðutímatopplisti Alþingis 2021-2022 má sjá hér.