Guðbrandur ræðukóngur Suðurkjördæmis á Alþingi
Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, er ræðukóngur Suðurkjördæmis á nýafstöðnu þingi. Hann talaði samtals í 768 mínútur, eða 12,8 klukkustundir. Hann er í tíunda sæti yfir ræðukónga Alþingis á þessu þingi.
Í öðru sæti í Suðurkjördæmi er Oddný Harðardóttir, Samfylkingu. Hún talaði í 524 mínútur, eða 8,7 klukkustundir. Það setur hana í tuttugasta sæti yfir þingið í heild.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Flokki fólksins, er í þriðja sæti. Hún talaði í 501 mínútu, eða 8,4 klukkustundir.
Birgir Þórarinsson, Sjálfstæðisflokki, er í fjórða sæti. Hann talaði í sléttar 500 mínútur, eða 8,3 klukkustundir.
Næstur og í fimmta sæti er Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokki. Hann talaði í 390 mínútur, eða 6,5 klukkustundir.
Sjötti er Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki. Ræðutími hans var 319 mínútur, eða 5,3 klukkustundir.
Guðrún Hafsteinsdóttir, Sjálfstæðisflokki, er í sjöunda sæti ræðukónga í Suðurkjördæmi með ræðutíma upp á 274 mínútur, eða 4,6 klukkustundir.
Framsóknarmaðurinn Jóhann Friðrik Friðriksson er áttundi. Hann talaði í 224 mínútur, eða 3,7 klukkustundir.
Níunda sætið skipar Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Framsóknarflokki. Hún talaði í 185 mínútur, eða 3,1 klukkustund.
Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokki, er með stystan ræðutíma þingmanna í Suðurkjördæmi. Hann talaði í 107 mínútur, eða 1,8 klukkustundir.