Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Guðbrandur fær samkeppni um oddvitasætið
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 19. október 2024 kl. 11:11

Guðbrandur fær samkeppni um oddvitasætið

Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi verður ekki einn í framboði um forystusæti flokksins fyrir komandi kosningar því Jasmina Vajzovic Crnac hefur boðið krafta sína til að leiða framboðið. Þau eru bæði búsett í Reykjanesbæ.

„Ég er reiðubúin að leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi og vinna með fólki að málefnum sem ég brenn fyrir á sviði mannréttinda, efnahags, atvinnulífs, jafnréttis, velferðar og menntunar,“ segir Jasmina m.a. í tilkynningu sem hún sendi vegna ákvörðunar sinnar.

Guðbrandur fór í landsmálin fyrir síðustu kosningar en hann hafði í mörg ár verið einn af oddvitum stjórnarmeirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar en starfað þess utan sem formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja í langan tíma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég trúi staðfastlega á hlutverk og gildi Viðreisnar sem er Evrópusinnaður, frjálslyndur og einkaframtaks sinnaður flokkur og er fús til að leggja fram færni mína, þekkingu og eldmóð til að auka enn frekar áhrif og umfang flokksins okkar. Með því að gefa kost á mér í fyrsta sæti í Suðurkjördæmi er ég staðráðin og mjög metnaðarfull að starfa af heilindum með inngildandi og stefnumótandi sýn til að styðja við árangur flokksins,“ segir Jasmina.

„Ég hef kunnað vel við þetta starf, þetta er ólíkt því að starfa í sveitarstjórnarmálum eða hvað þá í verkalýðsbaráttu, þar er maður meira með puttann á púlsinum og nær þeim sem maður er að veita þjónustu. Á þinginu er maður fjær fólkinu en í grunninn er þetta það sama, að þjónusta fólk. Ég hef kunnað vel við mig og mun því gefa kost á mér áfram,“ sagði Guðbrandur.