Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Guðbrandur Einarsson: Hvað vakir fyrir Garðmönnum?
Fimmtudagur 1. júlí 2004 kl. 11:27

Guðbrandur Einarsson: Hvað vakir fyrir Garðmönnum?

Guðbrandur Einarsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ spyr í grein sem birt er á vf..is hvort Garðmenn ætli sér að reyna að koma í veg fyrir að byggt verði hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Reykjanesbæ? Tilefni skrifa Guðbrands er að Garðmenn hafa óskað eftir setu í undirbúningshóp vegna byggingar hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ.  „ Bæjarstjóri Garðs ásamt varaforseta hafa átt fund með heilbrigðisráðuneytinu vegna öldrunarmála og ég hef það fyrir víst að þar hafi þeir lagt mikla áherslu á áframhald uppbyggingar öldrunarþjónustu í Garði í stað þess að hefja nýbyggingu í Reykjanesbæ. Slíkt væri hagkvæmara.
Félagsmálaráðuneytið hefur lagt áherslu á sameiningu sveitarfélaga á sama atvinnusvæði, en á það hefur bæjarstjórn Garðs ekki viljað hlusta. Hins vegar leyfa þeir sér að óska eftir setu í nefnd sem stofnuð er til þess eins að skoða möguleika á byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ, og nota til þess sams konar rök og félagsmálaráðuneytið um að Suðurnesin séu eitt svæði.
Hvað vakir fyrir Garðmönnum? Ætla þeir að reyna að koma í veg fyrir byggt verði hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Reykjanesbæ?,“ skrifar Guðbrandur í grein sem birtist á vf.is.

Hvað vakir fyrir Garðmönnum?

Tölvumynd af fyrirhuguðu þjónustusvæði eldri borgara í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024