Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Guðbjörg ráðin skólastjóri í Grindavík
Laugardagur 6. maí 2017 kl. 06:00

Guðbjörg ráðin skólastjóri í Grindavík

- Aðstoðarskólastjórinn verður skólastjóri

Guðbjörg M. Sveinsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur. Guðbjörg tekur við starfinu af Halldóru K. Magnúsdóttur sem lætur af störfum í sumar vegna aldurs. Fjórir sóttu um starfið.

Á vef Grindavíkurbæjar kemur fram að Guðbjörg hafi víðtæka reynslu af kennslu og stjórnun menntastofnanna. Auk grunnskólakennaraprófs hefur Guðbjörg lokið námi í náms- og starfsráðgjöf og MPA námi í opinberri stjórnsýslu. Hún var rekstrar- og grunnskólafulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar í 15 ár og staðgengill fræðslustjóra. Hún starfaði áður sem náms- og starfsráðgjafi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hefur verið aðstoðarskólastjóri við Grunnskóla Grindavíkur frá árinu 2012.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Guðbjörg býr í Njarðvík og er gift Oddgeiri Karlssyni, ljósmyndara en þau eiga tvö börn.