Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Guðbjörg Kristmundsdóttir varaformaður SGS
Föstudagur 25. mars 2022 kl. 14:19

Guðbjörg Kristmundsdóttir varaformaður SGS

Guðbjörg Kristmundsdóttir formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis er nýr varaformaður Starfsgreinasambandsins, SGS. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness var kosinn nýr formaður sambandsins á 8. þingi sambandsins á Akureyri.

Vilhjálmur Birgisson hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. Nýr varaformaður var kjörin Guðbjörg Kristmundsdóttir formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis en áður var Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður Afls Starfsgreinafélags varaformaður Starfsgreinasambandsins og er henni þakkað fyrir sín störf.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, hefur gegnt formennsku undanfarin tólf ár og er honum þakkað kærlega fyrir sín störf. Starfsgreinasambandið kemur öflugt og sameinað til leiks að loknu þessu þingi þar sem farið var yfir kjaramál, húsnæðismál, lífeyrismál, atvinnumál og fleira.