Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Guðbjörg Kristmundsdóttir nýr formaður VSFK
Guðbjörg Kristmundsdóttir formaður VSFK og Kristján Gunnarsson fráfarandi formaður. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 22. mars 2019 kl. 20:29

Guðbjörg Kristmundsdóttir nýr formaður VSFK

Guðbjörg Kristmundsdóttir er nýr formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, VSFK. Aðalfundur félagsins fór fram í gær. Kristján Gunnarsson lét af störfum sem formaður félagsins. Hann hefur starfað hjá félaginu í 29 ár. Stjórn félagsins þakkaði Kristjáni störf sín fyrir félagið.
 
Einungis einn listi barst formanni kjörstjórnar, A-listi. Þar sem enginn annar listi kom fram var hann sjálfkörinn.  Hann skipa Guðbjörg Kristmundsdóttir formaður, Hulda Örlygsdóttir ritari, Jón R. Halldórsson meðstjórnandi og Guðríður B. Kristjánsdóttir meðstjórnandi. Varamenn stjórnar eru Steingerður Hermannsdóttir og Kristinn G. Þormar. 
 
Til eins árs samkvæmt B-lið laga er Gunnar S Auðunsson vara-formaður og Böðvar Gunnarsson í varastjórn. 
 
Stjórn Sjómannadeildar er Kristinn G. Þormar formaður, Kristján Gunnarsson varaformaður, Jón Björn Lárusson ritari. 
 
Að auki var kosið í trúnaðarmannaráð,vara-trúnaðarmannaráð og í stjórnir sjóða félagsins. Allar upplýsingar um það má finna á síðu félagsins www.vsfk.is
 
Staða VSFK er góð og gott aðhald á fjármálum að því Eyrún Jana Sigurðardóttir, fjármálastjóri félagsins greindi frá á fundinum. Vegna þess var meðal annars hægt bæta við styrk vegna Tæknifrjóvgana í styrkjaflóru félagsins. Að auki var samþykkt að leggja 30 milljónir í vinnudeilusjóð VSFK
 
Á fundinum voru einnig lagðar fram breytingatillögur vegna laga sjúkrasjóðs og laga félagsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024