Guðbergsstofa opnar í Grindavík
Guðbergsstofa verður opnuð í Grindavík í haust í tilefni af áttræðisafmæli Guðbergs Bergssonar rithöfundar. Í stofunni verður sett upp safn og sýning um Guðberg og verk hans en hann fæddist í Grindavík árið 1932 og ólst þar upp. Upphaflega var hugmyndin sú að Guðbergsstofa yrði í nýju bókasafni sem stóð til að byggja í Grindavík.
Framkvæmdir við nýja bókasafnið frestast hins vegar og því verður líklega byrjað með Guðbergsstofu í Kvikunni, auðlinda- og menningarhúsi Grindvíkinga í haust. Frá þessu er greint á vef Rúv.