Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

GSÍ fundaði með golfklúbbum á Suðurnesjum
Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, fræddi Suðurnesjamenn um landsliðsmál í golfskálanum að Húsatóftum í gær. VF-Myndir/JJK
Þriðjudagur 23. apríl 2013 kl. 12:09

GSÍ fundaði með golfklúbbum á Suðurnesjum

Golfsamband Íslands hélt samráðsfund með golfklúbbunum á Suðurnesjum í gær. GSÍ mun á næstu vikum heimsækja flesta golfklúbba landsins og skiptast þá á skoðunum um starfsemi klúbbanna og GSÍ.

Fundur golfklúbbanna á Suðurnesjum og GSÍ fór fram í golfskálanum að Húsatóftum í Grindavík. Fulltrúar GG, GS, GSG og GVS voru mættir til Grindavíkur og tóku þátt í umræðum um stöðu golfsins á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ, Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, Hörður Geirsson, alþjóðadómari, og Arnar Geirsson, kerfisstjóri GSÍ, héldu stutt erindi á fundinum og fræddu Suðurnesjamenn um starf GSÍ, landsliðmál og einnig reglur golfsins.

Góðar umræður sköpuðust á milli klúbbanna um voru flestir sammála um að efla samstarf á milli klúbbanna á svæðinu. Fram kom í máli forráðamanna golfklúbbanna á Suðurnesjum að félagafjöldi standi nokkuð í stað hjá öllum klúbbum. Fundurinn var fróðlegur bæði Suðurnesjaklúbbanna og forráðamenn GSÍ. 


Samráðsfundur GSÍ og golfklúbbanna á Suðurnesjum var vel sóttur.


Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ, stjórnaði fundinum í gær.