Grýtti eggjum í eðalvagn og skemmdi
Síðdegis í gær hringdi á lögreglustöðina eigandi eðalbílaþjónustu en hann sagði bifreið sína hafa verið skemmda er hann var á ferðinni í Reykjanesbæ síðastliðið miðvikudagskvöld.
Er hann ók eftir Hafnargötu rétt við Tjarnargötu var eggjum kastað í bifreiðina. Sá sem það gerði var í bifreið sem hann mætti.
Bifreiðin er ljósbrún að lit af japanskri gerð.
Eggin lentu á vínilklæddum toppi eðalbifreiðarinnar og skemmdist toppurinn við það.
Er hann ók eftir Hafnargötu rétt við Tjarnargötu var eggjum kastað í bifreiðina. Sá sem það gerði var í bifreið sem hann mætti.
Bifreiðin er ljósbrún að lit af japanskri gerð.
Eggin lentu á vínilklæddum toppi eðalbifreiðarinnar og skemmdist toppurinn við það.