Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grunur um ölvun við akstur
Þriðjudagur 23. ágúst 2005 kl. 09:16

Grunur um ölvun við akstur

Lögreglan hafði afskipti af þremur ökumönnum vegna umferðalagabrota í gærkvöldi. Einn var stöðvaður þar sem hann var að tala í GSM síma án þess að nota handfrjálsan búnað en tveir voru stöðvaðir vegna hraðaksturs á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Annar mældist á 114 km hraða en hinn á 117 km hraða.

Um klukkan eitt í nótt hafði lögregla afskipti af ökumanni í Keflavík vegna gruns um ölvun við akstur. Var ökumaður handtekinn og færður á lögreglustöðina í Keflavík. Eftir blóð- og skýrslutöku var ökumaður frjáls ferða sinna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024